Febrúarfréttir – aðalfundur og afmælissýning

Ágætu félagar.

Covid hefur hér líkt og annars staðar haft áhrif á starfsemi klúbbsins síðasta ár og starfsemin því verið í lágmarki. Sem betur fer náðum við nokkrum ljósmyndaferðum í haust svo að við vorum ekki alveg aðgerðalaus.

En nú er nýtt ár og útlit fyrir að við losnum undan Covidinu seinna á árinu. Við þurfum líka að hugsa fyrir framtíðinni svo að aðalfundur verður haldinn í byrjun mars. Við bíðum aðeins með að gefa út dagsetningu á meðan við bíðum eftir staðfestingu á staðsetningu fundarins. Í augnablikinu megum við aðeins hafa 20 á fundinum og því verður skráningarskylda á fundinn.

Í ár er kosið um 2 stjórnarmeðlimi. Annar gefur kost á sér áfram svo að við þurfum að finna 1 nýjan í stjórn. Er ekki einhver sem langar til að koma inn í stjórn með okkur og móta framtíðina?

Í ár er klúbburinn okkar 30 ára og við ætlum að halda veglega afmælissýningu síðari hluta ársins. Þess má geta að klúbburinn fær styrk frá Norðurorku til sýningarhaldsins en tilkynnt verður formlega um styrkþega síðar í þessum mánuði. Okkur vantar nokkra klúbbfélaga með okkur í sýningarnefnd.

Áhugasamir geta haft samband við stjórn.

Skildu eftir svar