Category Archives: Tilkynningar

Árgjaldið komið í heimabankann

Kæru félagar,

nú er komið að því að innheimta árgjaldið í klúbbinn. Greiðsluseðlar hafa verið sendar í heimabankann hjá skráðum félögum en tekið skal fram að þau sem hafa gengið í klúbbinn núna nýlega þurfa ekki að borga alveg strax aftur. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að halda árgjaldinu óbreyttu frá fyrra ári og er það 6.500 krónur. Við þá upphæð bætast 250 krónur í bankakostnað vegna innheimtunnar.

Við vonum að félagar bregðist skjótt við og greiði árgjaldið fljótt og vel. Það skal þó tekið fram að engir dráttarvextir reiknast þótt greitt sé eftir eindaga og enginn þarf að óttast harðar innheimtuaðgerðir.

Félagsgjaldið hefur verið aðaltekjulind klúbbsins og þótt lítið svigrúm hafi gefist til skemmtilegra viðburða síðustu mánuði þá virðist loksins vera að rofa til og vonandi verður nóg um að vera í félagsstarfinu seinni hluta ársins. Klúbburinn á stórafmæli á árinu, vegleg afmælissýning er í undirbúningi og mikilvægt að klúbburinn hafi bolmagn til að gera afmælinu góð skil. Vonandi sjá klúbbfélagar sér í hag í að taka þátt í starfinu með okkur, greiða árgjaldið og jafnvel draga einhverja áhugasama með sér í klúbbinn!

Stjórnin.

Engir fundir á næstunni

Ágætu ÁLKA félagar.

Við höfum ákveðið að fella niður næstu tvo fundi vegna aðstæðna í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Aðstaðan okkar er ekki nægilega stór til að halda tveggja metra fjarlægð á milli manna ef fleiri en stjórnin mætir. Við ætlum ekki að loka stúdíóinu, en þeir sem þangað koma til að mynda eru á eigin ábyrgð og verða að fylgja öllum reglum um sóttvarnir, þrífa með spritti allt sem snert er og passa upp á gestina.

Stjórnin.

Félagsfundur 5. mars

Ágætu félagar,

fimmtudagskvöldið 5. mars kl. 20 verður kaffispjallfundur í kjallaranum í Eymundsson. Drykkir og kruðerí keypt uppi í kaffihúsinu og svo sitjum við niðri og ræðum málin.

Við ætlum meðal annars að ræða hugmyndir að fundarefnum fram til vors og allar uppástungur og óskir þar að lútandi eru vel þegnar. Sem dæmi má nefna að núna þegar veðrið er farið að vera til friðs gefast ýmsir spennandi möguleikar á æfingum í útimyndatökum (myndataka í sól/snjó, myndataka úti með flassi, næturmyndatökur með eða án norðurljósa, o.fl.) og alltaf er eftirspurn eftir leiðsögn varðandi myndvinnslu.

Sjáumst á fimmtudagskvöldið og ræðum málin. Hvetjum félagsmenn til að taka með sér áhugasama gesti!

Stjórnin.

Aðalfundur 2016

Aðalfundur 25. febrúar. 2016

Aðalfundur ÁLKA verður haldinn 25. febrúar klukkan 20:30. Í félagsaðstöðunni í Slippnum.
Venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá aðalfundar.
1. Formaður setur fundinn.
2.Kosning fundarstjóra og Fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
5. Lagabreytingar.
6. Ákveðið félagsgjald næsta árs.
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál.

… Léttar veitingar.

Við viljum minna félagsmenn á að greiða árgjaldið sem fyrst. Þeir sem það skulda.

Stjórnin

 

Félagslög Álka 2009