Monthly Archives: apríl 2021

Árgjaldið komið í heimabankann

Kæru félagar,

nú er komið að því að innheimta árgjaldið í klúbbinn. Greiðsluseðlar hafa verið sendar í heimabankann hjá skráðum félögum en tekið skal fram að þau sem hafa gengið í klúbbinn núna nýlega þurfa ekki að borga alveg strax aftur. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að halda árgjaldinu óbreyttu frá fyrra ári og er það 6.500 krónur. Við þá upphæð bætast 250 krónur í bankakostnað vegna innheimtunnar.

Við vonum að félagar bregðist skjótt við og greiði árgjaldið fljótt og vel. Það skal þó tekið fram að engir dráttarvextir reiknast þótt greitt sé eftir eindaga og enginn þarf að óttast harðar innheimtuaðgerðir.

Félagsgjaldið hefur verið aðaltekjulind klúbbsins og þótt lítið svigrúm hafi gefist til skemmtilegra viðburða síðustu mánuði þá virðist loksins vera að rofa til og vonandi verður nóg um að vera í félagsstarfinu seinni hluta ársins. Klúbburinn á stórafmæli á árinu, vegleg afmælissýning er í undirbúningi og mikilvægt að klúbburinn hafi bolmagn til að gera afmælinu góð skil. Vonandi sjá klúbbfélagar sér í hag í að taka þátt í starfinu með okkur, greiða árgjaldið og jafnvel draga einhverja áhugasama með sér í klúbbinn!

Stjórnin.