Monthly Archives: febrúar 2020

Stúdíó ÁLKA – breytt gjaldskrá og afsláttarkort

Ágætu félagar,

á aðalfundi klúbbsins þann 20. febrúar sl. voru góðar og gagnlegar umræður um tillögu stjórnar að breyttri gjaldskrá fyrir afnot af ljósmyndastúdíóinu okkar. Stjórnin hefur nú lokið við að útfæra breytingarnar og ný gjaldskrá sem gildir frá 1. mars 2020 verður nú kynnt.

Gjald fyrir hvert skipti (2 klst.) hækkar úr 1500 krónum í 2000 krónur.

Sú nýbreytni er tekin upp að boðið verður upp á að kaupa afsláttarkort, sem gilda í 12 mánuði frá kaupdegi.

Þrenns konar kort eru í boði:

Brons – kostar 8.000 krónur og gildir fyrir 5 skipti.
Silfur – kostar 15.000 krónur og gildir fyrir 10 skipti.
Gull – kostar 20.000 og veitir ótakmarkaðan aðgang.

Samhliða nýju gjaldskránni er áformað að bjóða upp á aðstoð og kennslu fyrir þá sem vilja koma sér af stað í að nota stúdíóið. Þetta verða þrjú kvöld og geta félagsmenn valið að koma eitt af þessum kvöldum og fá aðstoð við að tengja eigin myndavél við ljósin og prófa að mynda. Dagsetningar verða auglýstar fljótlega.

Það er von stjórnarinnar að með þessum breytingum aukist áhugi félaga á að nota nýja stúdíóið, sem mikil vinna hefur verið lögð í að gera sem glæsilegast.

Eins og áður verða tímabókanir gerðar í dagatali ÁLKA á netinu og lyklaafhending í Pedromyndum. Nánari leiðbeiningar um kortakaupin, greiðslumáta og bókunarferlið verða settar inn á vef klúbbsins og í FB-hópinn.

Stjórnin.

Aðalfundur 2020

Aðalfundur ÁLKA verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2020 klukkan 20:00 í félagsaðstöðunni Furuvöllum 13.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Dagskrá aðalfundar.
1. Formaður setur fundinn.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Skýrsla stjórnar.
4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
5. Lagabreytingar.
6. Ákveðið félagsgjald næsta árs.
7. Kosning stjórnar
8. Önnur mál.

Við viljum minna félagsmenn á að greiða árgjaldið sem fyrst – þeir sem það skulda.

Stjórnin.