Monthly Archives: maí 2020

Árgjaldið komið í heimabankann

Kæru félagar,

nú er komið að því að innheimta árgjaldið í klúbbinn. Á síðasta aðalfundi var samþykkt að hækka gjaldið um 500 krónur og er það því 6.500 krónur. Við þá upphæð bætast 250 krónur í bankakostnað vegna innheimtunnar.

Við vonum að félagar bregðist skjótt við og greiði árgjaldið fljótt og vel. Það skal þó tekið fram að engir dráttarvextir reiknast þótt greitt sé eftir eindaga.

Félagsgjaldið hefur verið aðaltekjulind klúbbsins og framundan er merkisafmælisárið 2021 þar sem margt skemmtilegt er í bígerð og mikilvægt að klúbburinn hafi bolmagn til að undirbúa það vel og gera afmælinu vegleg skil. Vonandi sjá klúbbfélagar sér í hag í að taka þátt í starfinu með okkur, greiða árgjaldið og jafnvel draga einhverja áhugasama með sér í klúbbinn!

Stjórnin.