Tag Archives: Kaffihús

Félagsfundur 5. mars

Ágætu félagar,

fimmtudagskvöldið 5. mars kl. 20 verður kaffispjallfundur í kjallaranum í Eymundsson. Drykkir og kruðerí keypt uppi í kaffihúsinu og svo sitjum við niðri og ræðum málin.

Við ætlum meðal annars að ræða hugmyndir að fundarefnum fram til vors og allar uppástungur og óskir þar að lútandi eru vel þegnar. Sem dæmi má nefna að núna þegar veðrið er farið að vera til friðs gefast ýmsir spennandi möguleikar á æfingum í útimyndatökum (myndataka í sól/snjó, myndataka úti með flassi, næturmyndatökur með eða án norðurljósa, o.fl.) og alltaf er eftirspurn eftir leiðsögn varðandi myndvinnslu.

Sjáumst á fimmtudagskvöldið og ræðum málin. Hvetjum félagsmenn til að taka með sér áhugasama gesti!

Stjórnin.