Spurt & Svarað

Sindri Svan félagi í Álka er með skemmtilegan þráð á Ljósmyndakeppni.is þar sem hann svara spurningum manna á hreinskilinn og skilvirkan hátt.

Siðuritari fékk leyfi hjá honum til þess að setja þetta hér inn fyrir okkur að læra af.

Færum við honum bestu þakkir fyrir.

 

Spurning #1.
Þegar linsa er t.d. 18-55mm, þýðir þá 18 það hversu nálægt maður kemst að viðfangsefninu, eða er það 55mm?

Nei, ekki líkamlega að minnsta kosti.
Millimetratalan gefur til kynna brennivídd linsunar sem þú ert að nota. Eins og þú sérð þegar þú notar linsuna, þá kemst meira fyrir í rammanum á 18mm heldur en á 55mm. Því hærri sem Millimetratalan er því meiri aðdráttur er á linsunni, og því lægri sem talan er því meira kemst fyrir í rammanum.

Hinsvegar er mynd af blómi á linsunni sjálfri, á endanum sem stingst inn í myndavélinni. Og þar við hliðiná er tala sem segir líklega „0.28m“ og sú tala gefur til kynna hve nálægt þú kemst viðfangsefninu, óháð hvort linsan sé á 18 eða 55mm.

Takk fyrir fyrstu spurninguna, og ég vona að þetta hafi svarað öllu! Smile

Spurning #2.
Hvernig ákvarðar maður hve mikið er í fókus?
Sumar myndir eru nánast allar í fókus á meðan aðrar eru nánast allar úr fókus nema einn smá hlutur.

Hugtakið sem þú ert að fiska eftir er líklega „dýptarskerpa“(e. Depth of Field). En dýptarskerpa er það svæði á ljósmynd sem virðist vera í fókus.

Myndin af barninu er dæmi um mynd með grunna dýptarskerpu, þ.e. afmarkaðan fókus og þá er notað stórt ljósop, eins og f/1.8.

Myndin af þessum bát er gott dæmi um djúpa dýptarskerpu, þ.e. þar sem fókusin nær alla leið í gegnum mynduna. Þá er notað lítið ljósop, til dæmis f/16.

Almenn þumalputtaregla til þess að stýra því hvað er í fókus er sú að því stærra sem ljósopið er(t.d. f/2.8, f/2.0 eða f/1.4.) því takmarkaðri er fókusinn.
Hinsvegar, ef verið er að sækjast eftir miklum fókus er ljósopið minnkað(t.d. f/8, f/16 eða f/22).

En þrátt fyrir að ljósopið sé raunvörulega ríkjandi breyta þá er hún ekki það eina sem máli skiptir.
Í heildina eru þrjár breytur sem hafa áhrif og það eru; ljósop(f-tala), brennivídd(fjöldi mm) og fjarlægð myndefnis.
Setjum samband þessara þriggja breyta upp.
1. Því minna sem ljósopið er, því dýpri er dýptarskerpan. Til dæmis, að ef að mynd er tekin á f16 þá nær nær skerpan yfir meira svæði en ef myndin væri tekin á f2.8
2. Því styttri sem brennivíddin er, því dýpri er dýptarskerpan. Til dæmis ef mynd er tekin á 18mm og 50mm á sama ljósopi og í sömu fjarlægð þá er dýptarskerpan meiri á 18mm.
3. Því lengri sem fjarlægðin er, því dýpri er dýptarskerpan. Til dæmis ef að tekin er mynd af einhverjum í 1 meters fjarlægð og svo aftur í 5 metra fjarlægð þá er dýptarskerpan í kringum myndefnin dýpri á 5 metrum en á 1 metra.
4. Því stærri sem filman / digital myndlesarinn er er, því grynnri verður dýptarskerpan. Til dæmis eru litlar vasamyndavélar með mjög litlum skynjara, og þessvegna er erfitt að taka hluta mynda úr fókus með þannig vélum.

Það ber að hafa í huga að dýptarskerpan minnkar með aukinni brennivídd. Þ.e. ef að viðfangsefnið er í sömu fjarlægð og mynd er tekin á 70mm og síðan á 200mm en á sama ljósopi þá er verður dýptarskerpan minni og afmarkar viðfangsefnið(þ.e. minna í fókus).
Sem dæmi má segja að ef þú vilt ná mynd af hlut og hafa einungins þann hlut í fókus, hafðu þá stærsta ljósopið(lægstu f-töluna) sem þú getur, farðu eins nálægt myndefninu og hafa þrönga brennivídd(50mm eða jafnvel 100mm).

Þetta var dýptarskerpa útskýrt á eins einfaldan máta og ég kann.
Ég til þess að fá aukin skilning á þessu þá mæli ég sérstaklega með því að fólk prófiDýptarskerpureiknivélar og athugi einnig þessa grein: „Understanding Depth of Field in Photography“, en í henni er fjallað um Circle of Confusion auk þess sem tekið er nánar á dýptarskerpu.

Spurning #3.
Hef hingað til bara haft kit linsuna, 18-55mm, ætla að fá mér nýja. Veit að það er mikill munur á þessum linsum, en hvor væri betri fyrir mig? Er svosem ekkert í neinni sérstakri ljósmyndun, bara hitt og þetta, þannig að þetta væri svona walk around linsa. Er að spá í þessum 2:
1. EF 75-300mm f/4-5,6 III USM
2. EF 28-135mm f/3.5-5.6 IS USM

Linsuval, hin eilífa kvöld myndavélaeiganda!
Fyrst og fremst vil ég benda þér á það að fá að prófa linsurnar báðar; það mun koma þér ansi langt í því að ákveða þig.
Hinsvegar prófaði ég forvera 75-300mm og þrátt fyrir að það væri afar ánægjulegt að hafa 300mm í lengri endan á linsunni þá var það ægileg kvöð að þurfa alltaf að vera með stillt á ISO800 eða ISO1600 til þess að fá óhreifðar myndir. En þegar að ISO-ið er orðið svona hátt verður myndin nokkuð mikið óskýrari en á lægri ISO stillingum.
Privat og persónulega myndi ég sleppa þessari linsu sem walkaround linsu af tveim ástæðum:
Í fyrsta lagi þá er hún of þröng til þess að geta talist þægileg til að vera walk around, þú verður sífellt að skipta yfir í 18-55mm linsuna þína.
Í öðru lagi þá eru myndgæðin undir meðallagi(en aftur á móti er hún ódýr).

Ég myndi hinsvegar mæla með 28-135mm linsunni. Þrátt fyrir að vera með lágmarksljósop f5.6 á 135mm þá er hún með IS(stöðugleikastillingu) sem að gerir það að verkum að þú getur notað hana við minni birtu en ella.
Hún er passlega gleið, sem gerir það að verkum að þú ert ekki sífellt að skipta um linsu, nema í undantekningartilvikum.
Ég notaði þessa linsu um daginn og ég get svo sannarlega ekki kvartað yfir gæðunum úr henni, mér þóttu litinir koma vel út og hún var ástættanlega skörp.

Mynd úr 28-135mm, unnin í Lightroom. Því miður á ég enga úr 75-300mm sem ég vildi eiga…

Vitanlega eru þetta einungis mínar skoðanir, en ég myndi mælast til þess að þú myndir heimsækja Fredmiranda.com og skoða ummæli notenda um þessar báðar linsur:
EF 75-300mm f/4-5,6 III USM: Hún er að skora að meðaltali 5.6 af 10, og kvartar fólk helst yfir myndgæðum.
EF 28-135mm f/3.5-5.6 IS USM: Hún er að skora að meðtaltali 7.8 af 10 og kvartar fólk helst yfir að hún sé of þung og ekki alltaf nógu skörp.

Ég vona að þetta hjálpi þér með valið.

Spurning #4.1
Hvernig fókusar maður á þann hlut sem maður vill…eins og t.d. ef ég vil fókusa á augað á einhverjum þarf ég þá bara að pointa miðjudeplinum (draslið sem að er í miðjunni þegar maður horfir í gegnum) og fókusa eða þarf að stilla eitthvað?

Þegar þú horfir í gegnum myndavélina þá sérðu 9 punkta sem mynda tígul á skjánum, það eru fókuspunktarnir(sést fyrir ofan batteríið á myndinni).
Hefðbundin stilling er slík að allir punktarnir eru virkir; svo þegar þú ýtir myndatökutakkanum hálfa leið niður þá finnur vélin fókus og þú sérð það þegar einn puktar eða fleyri lýsast upp.
Oftar en ekki þá vill maður nákvæmari stjórnun, sérstaklega með linsum sem búa yfir stóru ljósopi(t.d. f/2.8, f/2.0, f/1.4).
Þá er hægt að velja einhver einn af þessum fókuspunktum til þess að styðjast við sem aðal-fókuspunkt.
*viðbót*Margir kjósa þó að nota einungis miðjupunktin(því nákvæmnin er mest þar) til þess að finna fókusinn og ramma myndina síðan aftur. Þakka ábendinguna „Path…“.
Myndin hér fyrir neðan er mynd af 400D, en það er sú myndavél sem þú ert að nota.

Upp í hægra horninu eru 2 takkar; takki númer 2, sem er fjær kantinum stýrir því hvaða fókuspúnkt þú notar.
Svo, ef þú ýtir á hann þá breytist skjámyndin(eða puntkarnir inn í skjánum lýsast upp) og þá geturðu snúið hjólinu ofan á vélinni til þess að velja þér þann punkt sem þú vilt nota sem fókuspunkt.

Spurning #4.2
Ég fatta ekki allveg hvernig á að nota ljósopið. Hvað er það nákvæmlega sem það gerir og í hvaða aðstæðum er best að nota lítið og stórt ljósop?

Ljós-op.
Eins og nafnið gefur til kynna er það opið sem hleypir ljósi inn í myndavélina þína.
Til þess að hafa stjórn á ljósopinu þá er best að stilla hringinn ofan á vélinni á M eða AV, en það er Manual og Aperture value.
Á Manual stillingunni þarft þú að stýra öllu, en á Aperture Value stillingunni þá velur þú ljósopið og myndavélin sér um að reikna úr hraðan sem þú þarft.
Ljósopið er mælt í f-stoppum, en það sést á myndavélinni þinni á í tölum eins og f/3.5, f/5.6 eða jafnvel f/16.
Því lægri sem f-talan er, því STÆRRA er ljósopið.

Stærð ljósops er mjög mismunandi miðað við aðstæður; þú gætir verið að ljósmynda í takmörkuðu ljósi og þarft þess vegna stórt ljósop(hleypir meira ljósi inn í myndavélina), eða þá að þú vilt hafa heila senu í fókus og nota þess vegna lítið ljósop(sjá svar við spurningu 2).

Dæmi um notkun á stóru ljósopi(lágri f-tölu): næturmyndataka gæti krafist þess að þú notir stórt ljósop, ljósmyndun í takmarkaðri birtu, myndataka þar sem þú vilt takmarkaða dýptarskerpu eða myndtaka þar sem þú vilt geta tekið mynd á miklum hraða.
Dæmi um notkun á litlu ljósopi(hárri f-tölu): Myndataka sem á að taka langan tíma eða til að ná dýpri fókusdýpt.

Mér finnst gjarnan mjög þægilegt að líkja ljósopi við vatnstrekt, því stærri sem trektin er; því auðveldara á vatnið með að flæða um hana. En því þrengri sem hún er, því lengri tíma tekur vatnið að fara í gegnum hana.

Spurning #4.3
Reyndar líka með hraðann…er búinn að vera að fikta með hann í smá tíma en aldrei náð allmennilegum tökum á því. Er þetta bara æfingaratriði eða er eitthvað sem ég þarf að vita?

Það getur verið gaman að leika sér með lokarahraðan, hvort sem það sé til að frysta vatn á hreyfingu eða taka myndir af ljósi á hreifingu á löngum tíma.
Hér eru tvær myndir sem eru lýsandi dæmi um notkun á hraða:

Myndin vinstra megin sýnir þegar mynd er tekin á háum lokarahraða(á mjög stuttum tíma) og myndin hægra megin er tekin á háum lokarahraða(á löngum tíma).(Heiður fer til Völundar fyrir myndina af skvampinu vinstra megin)
Myndin vinstra megin er tekin á lokarahraðanum 1/1250, á meðan að myndin hægra megin er tekin ánokkrum sekúntum(þrífótur hjálpar mikið til!)

Það eru ýmsar leiðir til þess að fá stjórn á hraðanum á myndavélinni, en það má nálgast hraðastillinguna með að færa hringinn ofan á vélinni á M(manual) eða með að stilla á Tv(Time value).
M-stillingin gefur þér fullkomna stjórn á ljósopi og lokarhraða, hvort það sé lokarahraði eða ljósop.
Tv-stillingin gefur þér hinsvegar aðallega stjórn á lokarahraðanum(og ISO stillingu) en myndavélin sér um að stilla ljósopið fyrir þig.
Ég mæli með að þú byrjir á Tv rétt á meðan þú öðlast skiling á sambandi hraða og ljósops.

Eftir að þú stillir á Tv og byrjar að snúa hjólinu breytist tímamælingin; 1/4000 er líklega hraðasta stillingin, á meðan að 30″ sé sú hægasta. 1/4000 þýðir sumsé 4000 hluti úr sekúntu(ansi hratt, huh…) og 30″ þýðir heilar 30 sekúntur.
Ef að það er of dimmt, eða of bjart þá mun f-talan á skjánum blikka til að láta þig vita að það þessi stilling sé ekki að gera sig.

Þegar þú notar M-stillinguna, þá skaltu nota ljósmælin á vélinni þér til viðmiðunar.
Hann er þarna fyrir miðju á skjánum og er mælistika sem byrjar á -2 og endar í +2.
-2 þýðir að myndin er undirlýst(of dimm), en +2 þýðir að hún sé yfirlýst(of björt). Stundum hefur hún rangt fyrir sér, en maður notar þetta einungis til viðmiðunar.

Stutt ágrip á stillingum:
M -> Manual: Það er algerlega handvirk stilling; þú þarft að stilla ljósop, lokarahraða og ISO sjálfur
Av -> Aperture value: Þú stýrir ljósopinu og ISO á þessari stillingu, en myndavélin reiknar út lokarahraðan fyrir þig.
Tv -> Time value: Þú stýrir lokarahraðnum og ISO á þessari stillingu, en myndavélin sér um ljósopið.
P -> Program: Hér þarftu aðeins að hafa áhyggjur af ISO stillingunni, myndavélin sér bæði um lokarahraðan og ljósopið.
Græni kassinn: Alsjálfvirk stilling.

Spurning #5
Málið er að ég ætla að kaupa mér Pentax K20D með kit linsunni 18-55 (maður þorir varla að nefna þessa tegund á þessu Canon & Nikon svæði). Þá er komið að vandamálinu sem snýst um að kaupa auka Pentaxlinsu 55-300/f 4-5,8 ED + flass, eða Pentaxlinsu 50-135/f2,8 ED AL ,eða bara flass til að byrja með. Þetta snýst ekki um verðið þar sem að seinni linsu kostnaðurinn(betri linsa) er örlítð dýrari en fyrri linsan og flassið.
Ég var nokkuð í því að taka fermingar,brúðkaups og fjölskyldumyndir. Í dag er þetta bara svona myndataka hingað og þangað fyrir sjálfan mig.

Já… Það virðist svo sannarlega stundum vera uppi á mönnum typpið hérna!

Ég þekki voðalega lítið inn á Pentax, en ég myndi vafalaust velja 50-135mm f/2.8 linsuna; það er linsa sem býður klárlega upp á mun betri myndgæði en 55-300mm(sambærilega „L“ linsum frá Canon?), auk þess sem að ég fór á BHphoto.com og athugaði dýrasta Pentax flassið sem ég fann og kraftur þess nær ekki einu sinni yfir fremsta hluta beggja þessara linsa.
Það gerir raunvörulega rökin fyrir því að kaupa 55-300mm linsu með flassi úrelt. En þrátt fyrir að gögnin gefi það til kynna að 85mm sé það sem flassið nýti, þá er auðvitað alltaf hægt að dreifa flassinu og nýta það fyrir kit-linsuna.
Þar sem þú ert nú ansi sjóaður í filmu(sem kom fram í einkapóstinum) þá hefur þú líklega lært að meta það að hafa stórt ljósop og að vinna með það ljós sem er í boði hverju sinni(e. available light).
Ef þig langar að byrja á fermingar og brúðkaupsmyndunum aftur, þá er það svo sannarlega kostur að vera laus við flassið og geta tekið myndir án þess að vekja of mikla eftirtekt, auk þess sem að þú getur notað lægri ISO stillingu við aðrar kringumstæður.

En ef þú vilt bara vera að leika þér og fá möguleikan á enn meiri sveigjanleika þá hefur 55-300mm linsan þó þann augljósa kost að vera með mun meiri aðdrætti heldur en hin linsan, auk þess sem hún hefur verið að fá hrós í hattinn fyrir skerpu.

En þegar öllu er á botnin hvolft, þá get ég gjammað um kosti og galla þessara linsa út í gegn. En eins og þú sagðir, þá ertu mest í þessu fyrir sjáfan þig þessa dagana. Þá er raunvöruelga ráð að spyrja þig hvort þú virkilega þurfir á öllum þessum aðdrætti að halda, því prívat of persónulega þá vil ég mun frekar kaupa góða linsu. Linsur falla síður í verði, þú getur iðullega átt þær þótt þú kaupir nýrri myndavél og ef þú finnur þörf fyrir það geturðu alltaf bætt við flassi seinna meir.

Á www.bhphoto.com er báðum linsunum hrósað í hástert! Ég mæli sérstaklega með því að þú flettir í gegnum ummæli notenda beggja linsanna.
En þó held ég að mikilvægast sé að þú spyrjir sjálfan þig; vantar þig virkilega þennan aðdrátt?

Skoða „Read Reviews“:
Pentax 55-300mm f/4-5.8 ED
Pentax 50-135mm f/2.8 ED AL

Vonandi hjálpar þetta þér með valið.

Spurning #6
Mig langar soldið að vita hvar ég gæti fundið efni um Lightroom, hvort heldur sem er kennsluefni á videoi eða texta. Mig langar aðeins að fræðast betur um import og skipulag mynda…
Importar þú öllum myndum af vélinni, sama þó það sé eitthvað sem þú ekki notar? Og líka..hvernig er best fyrir mig að flokka skrárnar

Úff, þetta er erfið spurning.
Það er voðalega persónulegt hvernig fólki finnst best að skipuleggja sig og raunvörulega gæti verið best að finna kerfi sem hentar þér sjálfri.
En ég skal þó glaður segja þér hvernig ég vil hafa þetta:
Almennt, þegar ég er að ljósmynda, þá reyni ég að taka sem fæstar myndir. Þetta hljómar svolítið skringilega nú þegar ég er búinn að skrifa það…
Það sem ég meina er að ég tek ekki 326 myndir af sama hlutnum, heldur vanda ég mig frekar og skoða Histogramið í vélinni til þess að vita hvernig til tókst með myndina.
Þannig má segja að ég reyni eftir fremsta megni að importa ekki myndum sem ég ætla ekki að nota – Mér þykir ekkert æðislega skemmtilegt að sitja fyrir framan tölvuna næstu tvo daga og fara yfir fjöldan allan af myndum sem mér þykja ekkert spes.

Persónulega, þá ljósmynda ég ekkert ofboðslega mikið, þannig að það er nóg fyrir mig að sortera eftir dögum.
Þannig nota ég Import fídusinn í Lightroom til þess að setja allar myndir í ljósmyndamöppuna mína sorteraðri eftir árum, mánuðum og dögum.
Þú getur valið sniðið á því í „Organize“ í import fídusinum í Lightroom.
Svo að lokum, þá reyni ég að muna að setja eitthvað inn í „Keywords“ sem er þarna neðst í „import“ glugganum.
T.d. Hrútafjörður, sólarlag, ferðlag vestur… eða þar niður eftir götunum.

Því miður veit ég ekki um nein myndbönd eða slíkt, en hinsvegar myndi ég mæla með StjánaLoga, hann er með síðuna www.aurora.is og hann ef ég man ekki rangt hefur hann verið að bjóða upp á námskeið einmitt í því umhaldi og skipulagningu á myndum.
Einnig hefur hann Chris verið að halda Lightroom námskeið; www.chris.is.

Vonandi kom þetta að góðum notum.

Spurning #7
Ég er að spá í víðlinsur fyrir annarsvegar Canon og hins vegar Olympus.
Maðurinn minn er með Canon EOS 50D og ég er með Olympus E3 og okkur langar í góðar víðlinsur.
Hvað eru bestu linsurnar fyrir þessar vélar bæði hvað varðar verð og gæði?

Sæl, og afsakaðu hvað svarið var lengi á leiðinni.
Þegar kemur að Canon 50D, þá myndu 18mm teljast gleiðir en allt niður í 10mm myndi teljast ofurgleitt. Til að ganga enn lengra er hægt að eignast linsur sem kallast Fiskaugalinsur, en þær heita það fyrir að vera alveg super-ofurgleiðar og er bjögunin þá mikil.
Hér er dæmi um gleið-, ofurgleið- og Fiskaugalinsu(í þessari röð).


*fengin að láni hjá César Jiménez

Á heimasíðu Canon má sjá Samanburð brennivídda Canon Linsa. Þetta er afar hjálplegt tól við að gera sér grein fyrir brennivíddum.

Fyrir Canon xxxD og xxD, þá eru þetta þær ofurgleiðu linsur sem virðast hvað mest vera í deiglunni:
Canon EF-S 10-22mm f/3.5-4.5 USM
Sigma 10-20mm F4-5.6 EX DC HSM
Tamron AF 11-18mm F/4.5-5.6 Di II LD Aspherical [IF]

Fiskaugalinsur:
Canon Fisheye EF 15mm f/2.8
Sigma 10mm f/2.8 EX DC HSM Fisheye Lens
Sigma 4.5mm f/2.8 EX DC HSM Fisheye Lens

Verðið á þessum linsum er á milli 400-700 dalir(veit bara ekki hvernig þetta er á íslandi núna) og er Canon linsan dýrust af þeim.
Sjálfur á ég Canon linsuna og varla fer af vélinni minni, en stundum hugsa ég að það hefði allt í lagi verið að kaupa ódýrari linsu, því satt að segja get ég ekki séð neinn voðalegan mun, það er þó óneitanlega kostur að hún býr yfir stærra ljósopi.

Fólk á alltaf eftir að segja að Sigma sé þetta, Canon sé hitt og Tamron sé annað en ég hef aldrei séð neinn gera annað en að hæla þessum gleiðlinsum frá öllum þessum framleiðendum svo ég gruna að hvað sem verði verslað þá verðið þið ekki fyrir vonbrigðum.

P.s. Sigma er að koma með nýja gleiðlinsu skilst mér og það er víst líka til Tamron linsa sem er 10mm

Hvað varðar Olympus E3 þá er hún með crop factor upp á 2x á meðan að Canon 50D er með crop factor upp á 1.6x. Það þýðir það að linsa sem eru 10mm á E3 skilar 20mm ef það er sett yfir á 35mm sniðið á meðan að 10mm á 50D verða að 16mm ef það er sett yfir á 35mm sniðið.

Svo, við höldum áfram með það í huga.
Linsurnar sem væru sambærilegar á E3 er þá eftirfarandi:
Olympus 7-14mm f/4.0 Zuiko ED
Olympus 9-18mm f/4-5.6 ED Zuiko
Sigma 10-20mm f/4-5.6 EX DC HSM
*viðbót: 11-22mm f/2.8-3.5 ED Lens – Daníel benti mér á þessa linsu.

Fiskauga:
Olympus 8mm f/3.5 Fisheye ED Zuiko

Ókosturinn hér er sá að gleiðasta linsan frá Olympus kostar yfir 1.500 dali. Á meðan að hinar búa ekki yfir sömu gleiðlinsuáhrifum og þær sem Canon búa yfir.

Niðurstaða?
Ef hugsunin er að spara, þá myndi ég hreinlega kaupa gleiðlinsu fyrir Canon vélina og skiptast á að nota hana. Nema að fiskaugalinsa sé eitthvað sem heilli ykkur; þá væri líklega óvitlaust að kaupa hefðbundna gleiðlinsu á Canon og fiskaugalinsu á Olympus vélina.

Gangi ykkur vel í valinu.

Spurning #8
Ég nota Photoshop.
Hvaða prófíl er best að stilla myndir á fyrir prentun og hvaða stillingar á maður að nota almennt – resolution of fleira?
Ég er bæði að gera ljósmyndabók og svo þarf ég einnig að láta framkalla nokkrar myndir, myndu sömu stillingar ganga fyrir bæði?
Svo var ég einnig að pæla í stærðum, borgar sig að minnka myndirnar í þá stærð sem hún verður framkölluð í?

Takk fyrir spurninguna.
Kunnátta mín á prófílum og slíku er ansi takmörkuð – yfirleitt fer ég bara í „Print“ og læt prentaran sjá um afganginn. En satt best að segja hef ég séð að það hefur ekki alltaf virkað.
En eins og áður kom fram, þá er þetta ekki mín sterkasta hlið og því hef ég fengið til liðs við mig sérstakan gestasvarara fyrir þennan lið!
Gefið Völundi Jónssyni gott klapp!
V: Takk, takk!
S: Sæll vertu! Og hjartanlega velkominn!
V: Takk, gaman að fá að koma.
S: Jæja, Völundur, segðu mér. Þú hefur nú gert sitthvað í gegnum tíðina, ekki satt? Varstu ekki að læra e-ð á Nýja Sjálandi?
V: Jújú, milli þess sem ég var að drekka bjór og eltast við geitur þá lærði ég ljósmyndun.
S: Ahhhkúrrat… Og það er þessi reynsla, af ljósmyndanáminu, sem þú ert að fara að miðla hér?
V: Mikið rétt.
S: Þá er nú ekki eftir neinu að bíða! En þar sem þessi spurning er mjög fræðileg í eðli sínu, þá verða engar skýringarmyndir að þessu sinni. Gjörið svo vel…

Byrjum á litaprófílunum. Það eru fjölmörg litakerfi til í heimi ljósmyndarans, en tvö þeirra eru þekktust, og skipta máli þegar kemur að því að prenta myndir en oft er talað um þau sem RGB kerfi og CMYK kerfi.
RGB kerfið byggist á litafræði ljóss (Rauður, Grænn og Glár) og tölvan þín notar það kerfi til þess að birta myndirnar þínar á skjánum.
CMYK kerfið byggist á litafræði bleks og samanstendur af Cyan, Magenta, Yellow og Svörtum. Þetta litakerfi er notað við að prenta plötuprentverk einsog dagblöð, tímarit, bækur og fleira.

Það að varpa myndum á milli þessara kerfa krefst ákveðinnar þekkingar og reynslu, en í dag eru flestar prentstofur bara hæstánægðar með að fá myndir í RGB prófílum, bara svo lengi sem prófíllinn er vissulega hengdur við myndina.

Í Photoshop er mikilvægt að nota „Convert to profile“ möguleikann, frekar en að nota „assign profile“ og vertu 100% viss um að þegar þú vistar myndina að þú hafir hakað í ICC profile reitinn. Þannig tryggirðu að prentstofan sem prentar myndina þína viti í hvaða litrými hún er. Mynd án prófíls er næstum garantí á klúður í litum.

Mín ráðlegging í þessu máli er einfaldlega að nota adobeRGB prófíl, frekar en sRGB vegna þess að adobeRGB er stærra litrými og nokkrar líkur á því að prentstofan sem prentar myndirnar ráði við alla liti sem rúmast innan þess litrýmis.

Almennt séð ættirðu að geta notað adobeRGB í framköllun og í prent, en vertu bara viss um að aðilarnir sem þú verslar við viti hvað þeir eru að gera Wink – ég myndi nú kannski bara senda línu á þá sem framkalla fyrir þig og spurja þá.

Eitt enn: Ég tek eftir því að þú spyrð um það hvaða prófíl mynd á að vera „stillt“ á. Ég vil bara benda á að það að varpa myndum á milli litrýma er ekki bara einföld stilling á prófílum. Það sem gerist er að þú ert í raun og veru að umbreyta myndinni á milli litrýma og við það getur myndin tapað upplýsingum. Þetta er ekkert smámál! Very Happy

Góð lesning um litafræði á íslensku hérna:
http://vefir.multimedia.is/hafdis/lit/index.html

Varðandi upplausn (resolution) þá skulum við byrja á því að skilgreina muninn á „upplausn“ og svo „prentupplausn“.
Upplausn myndar er stærð hennar, það er að segja „hæð“ x „breidd“ í pixlum.

Prentupplausn er upplausnin sem þú ætlar þér að prenta í, og stýrist bæði af prentaranum sem þú notar og pappírnum sem þú prentar á. DPI er svo einfaldlega stilling á því hvað þú vilt láta marga pixla prentast innan hverrar tommu á pappírnum. Því fleiri sem pixlarnir eru á hverri tommu, því meiri upplausn og því minna prent.

Núna er auðvelt að setja upp dæmi:
Þú ert með mynd sem þig langar til þess að prenta. Hún er 3000px á breidd og 2000px á hæð. Þú prentar hana með nokkrum mismunandi DPI stillingum, og færð út mismunandi stór prent:

100 DPI: 3000px / 100 = 30 tommur á breidd
200 DPI: 3000px / 200 = 15 tommur á breidd
300 DPI: 3000px / 300 = 10 tommur á breidd
400 DPI: 3000px / 400 = 7,5 tommur á breidd

Það ætti því að vera mönnum ljóst núna að DPI hefur EKKERT með upplausn myndarinnar að gera fyrr en hún er komin á prent. Margir rugla þessum hugtökum saman og telja þessvegna að mynd sem er í 600DPI sé hrikalega stór, og í svakalega hárri upplausn. Þetta er misskilningur

Það er gott að glöggva sig á einu enn, og það er að tæknilega séð hefur allt efni upplausn. (þegar ég segi efni, þá er ég að tala um mismunandi efni sem hægt að prenta á) Hágæða ljósmyndapappír hefur gríðarlega háa upplausn en dagblaðapappír hefur frekar lága upplausn. Þetta er vegna þess að efnin sem eru í pappírnum eru mismunandi gróf, og það er enginn tilgangur í því að prenta myndir á mjög gróft efni í hárri upplausn, einfaldlega vegna þess að efnið sjálft ber ekki nema vissan fjölda punkta á hverri tommu.

Þessvegna komast ljósmyndarar upp með að prenta myndir miklu stærri á striga heldur en á glansandi ljósmyndapappír, einfaldlega afþví að það þarf ekki jafn hátt DPI (Dots Per Inch) á grófara efni.

Þetta er kannski smá flókið, en það er mjög gott að reyna að skilja „image size“ gluggann í Photoshop, vertu bara viss um að haka úr „resample image“, og prófaðu að breyta DPI fram og til baka til að sjá hvernig breytingarnar verða.

Varðandi það að minnka mynd fyrir prent, þá snýst þetta um tvö atriði:

1: Þegar mynd er minnkuð minnkar skerpan í henni óhjákvæmilega, og þessvegna skerpir fólk venjulega myndir sem búið er að minnka töluvert. Ef þú treystir einhverjum sjálfvirkum forritum hjá framköllunarstofum fyrir þessu er ansi líklegt að skerpan verði ekkert sérstök, eða í það minnsta þá ertu að láta mikilvægan þátt af prentferlinu í hendurnar á einhverjum öðrum (sem kannski er skítsama um það hvort myndin er skörp eða ekki)

2: Það er algjör óþarfi, og hreinlega vitleysa að senda of stórar skrár á milli, það tekur upp bandvídd á netinu og / eða í tölvunni þinni, og þessvegna er ágætt að minnka myndir í rétta stærð áður en þú sendir þær frá þér.

Þakka þér kærlega fyrir aðstoðina Völundur, og ég vona að þetta hafi leist vandan hjá spyrjandanum!

Spurning #9
Hvernig les maður Histogram og hvað græðir maður á því að nota það?

Hnitmiðuð og góð spurning.
Það sem þú græðir á að nota histogram er vafalaust betri myndir.
Histogramið inniheldur birtuupplýsingar fyrir myndina og með því að fylgjast með því getur þú séð hvort myndin sé of dökk, of ljós, eða jafnvel röngum litum.

Histogram er sumsé myndin sem maður sér upp í horninu til hægri í Lightroom, þegar maður fer í (t.d.)Levels í Photoshop eða jafnvel bara í myndavélinni. Þegar maður skoðar myndir í Canon 400D þá er nóg að ýta einu sinni eða tvisvar sinnum á „disp.“ takkann til þess að fá upp histogram þeirrar myndar á skjáinn.

Týpískt histogram getur litið svona út:

Histogram er raunvörulega bara stöplarit með 255 gildum. Þar er 0 alveg svart og 255 alveg hvítt og miðjan er sumsé alveg grá.
Svart er vinstra megin á histograminu og hvítt er hægra megin á histograminu. Ef stöplarnir safnast allir upp í vinstri helmingnum getur það gefið til kynna að myndin sé of dökk, en ef stöplarnir eru mestmegnis hægra megin getur það gefið til kynna að hún sé of björt.
Histogramið þarna fyrir ofan er mynd af „góðu“ histogrami.
Skuggarnir byrja þarna hægra megin, í 0, og í endan færist kúrvan mjúklega niður í 255. Allir tónarnir í myndinni eru til staðar og engar upplýsingar glatast í birtu eða skugga.

En ég segi „góðu“ því það er nánast ekkert til heim heitir gott eða fullkomið histogram vegna þess að stundum sækist maður eftir ákveðnum áhrifum í myndunum sínum.
Til dæmis þessar tvær:

Histogram myndarinnar vinstra megin er með histrogram sem er nánast einungis til vinstri, þ.e. mikið af dökkum tónum.
Histogram myndarinn hægra megin er með histogram sem nánast allt til hægri, þ.e. mikið af ljósum tónum.

Ef að skugganir eða hátónarnir „clippast“ þá þýðir það að upplýsingarnar í þessu svæðum hafa, eða eru að, glatast!
Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar verið er að taka myndir á JPG forminu því ef skuggarnir eru orðnir of dimmir eða hátónar of bjarnir þá eru ekki hægt(eða mjög hvimleitt) að bjarga því!
Undirlýst mynd:

Yfirlýst mynd:

Á báðum myndunum má sjá hvernig kúrfan fer svo langt í báðar áttir að hún byrjar of langt inn í kúrvunni, það gerir það að verkum að smáatriði í björtu og skuggasvæðunum hafa glatast.

Til að koma í veg fyrir þetta er hægt að skoða myndina um leið og þú tekur hana inn í myndavélinni.

Þetta er dæmi um yfirlýsta mynd; blikkið á myndinni á við þau svæði þar sem myndin er orðin of björt og upplýsingar fara að glatast.

Ég vona að þessi stutta grein hafi gefið þér einhverja hugmynd um það hvernig histogram virkar.

Spurning #10.1
Hvad er svona Tilt-Shift myndataka ? Og hvernig er Þad framkvæmt ?

Vá, stór dagur í dag! Spurning númer TÍU!

Tilt og Shift myndataka krefst þar til gerðar Tilt-Shift linsu.
Eftir því sem ég best veit framleiða öll betri linsufyrirtæki Tilt-Shift linsur en þær eru sérstaklega hentugar þegar kemur að því að taka myndir af arkítektur þar sem hægt er að nota þær til að leiðrétta skökk sjónarhorn með Shift fítusinum á meðan að Tilt fítusinn býður upp á töluvert öðruvísi fókus.

Shift: Þegar maður tekur mynd framan á hús, þá eru línurnar samhliða. En þegar maður tekur mynd af húsi á þann máta að myndavélin hallar þá skapar það línur sem geta t.d. hallað inn að hvor annari.
Með því að „Shifta“ linsunni samhliða línum byggingarinnar er hægt að leiðrétta skekkjur sem myndast við að halla myndavél. En að sama skapi má nota Shift til þess að ýkja slíkar skekkjur enn frekar!
*myndir fengnar að láni frá Cambridgeincolor
Hefðbundin linsa – TS-Linsa
Þarna má sjá það á vinstri myndinni að neðri hluti myndarinnar er aðeins úr hlutföllum við efri hlutann, en á hægri myndinni lítur kirkjan mun eðlilegra út.

Tilt*: Venjulega þá er fókus linsunnar samhliða filmunni(eða sensornum), en þegar að tilt-linsa er notuð þá má nota hana til þess að skekkja fókusinn svo að á þann máta að fókusinn verður öðruvísi en venjast má – það getur notendanum mun meiri stjórn.
*Canon eina fyrirtækið sem framleiðir Tilt-linsur?

Hún Rán hefur verið að gera góða hluti með TS-Linsu

Því miður eru svona linsur eru einfaldlega hlægilega dýrar, en það er hægt að photoshoppa svona effect á mjög einfaldan máta. Kannski aldrei eins gott og ekta, en ef það sparar mandi hundruðir þúsunda, þá er það kannski ásættanlegt.
1. Opna myndina sem þú vilt nota þessi áhrif á.
2. Velja „Gradient“ tólið og ganga úr skugga um að svart og hvítt séu litirnir sem eru valdir.
3. Í stikunni efst uppi er hægt að velja um mismunandi Gradient og auðvitað má velja mismunandi en í þessu dæmi er það númer 2 frá hægri(reflected gradient).
4. Næst skal ýta á „Q“ til að fara inn í Quick Mask. Quick Mask er öflugt og frábært tól sem hjálpar manni að velja hluti sem þarf að breyta. En nú skaltu setja gradient tólið á myndina. Það sem litast[color=red]Rautt[/color] er valið og það er það sem verður í fókus þegar yfir líkur.
5. þegar þú ert kominn með nógu þrönga/þunna rauða línu skaltu ýta aftur á „Q“ til að fara úr Quick Mask og þá færðu val.
6. Næst skal heimsækja „Filters->Blur->Lens Blur“. Það tól er sér hannað til að líkja eftir Linsu-móðu og fiktaðu þar þangað til þú færð niðurstöðu sem þér líkar við!

Nau, nau! Tíunda spurning OG fyrsta Tutorialið mitt!(þótt það sé ansi hrátt…)
Fullt að gerast!

Spurning #10.2
Og ef mig langar ad taka mynd af hesti eda bíl a ferd og lata þann hlut vera i focus en allt annað a hreifingu hvernig er þá best ad stilla myndavelina og hvernig er thad gert ? Og hvad kallast svoleidis myndataka.

Ánægjulegt að þú skulir spyrja að þessu, þetta er heitir á ensku „Panning“. En það vill svo til að þú ert ekki eini einstaklingurinn sem spurðu að þessu, svo svar fæst… Í næsta þætti! *dramatísk tónlist!*

Spurning #11.1
Í dag prófaði ég í fyrsta skipti að taka PAN myndir, ákvað að labba út að næstu gatnamótum og æfa mig aðeins.
Ég var að taka flestar myndirnar á ljósopinu f/22 og yfirleitt á hraðanum 1/15.
Hér á eftir er ein skásta myndin sem ég tók (getur séð hana stærri á flickrinu mínu) og þar er bíllinn einna minnst hreyfður.
Afhverju er aftari hluti bílsins hreyfður þegar fremri hlutinn er það ekki?

Þú ert á rétti leið með þetta og virðist skilja hvernig þetta virkar.
Mér sýnist að ástæðan fyrir því að aftari hluti bílsins sé á hreifingu sé í þessu tilviki vegna þess að hann kemur skakkur inn í myndina.
þegar þú ert að taka pan mynd er þægilegast að myndefnið sé samhliða myndavélinni.
Sumsé; í þessu tilviki tókstu myndin of snemma. Hefðirðu fylgt bílnum lengra til vinstri og tekið mynd á hlið bílsins hefðirðu að öllum líkindum ná góðu Pani.
Það sem þig langar að gera er að fylgja viðfangsefninu og taka mynd í miðju hreifingarinnar.
*Wikipedia.org
Það er þó enginn óbarinn biskup og er Pan-ljósmyndun er tækni sem krefst töluverðar æfingar til þess að ná almennilega.

Spurning #11.2
Hefði ég átt að nota þrífót?
Ekki endilega, það er alveg hægt að ná góðum árangri með því að halda á vélinni og í flestum tilvikum er jafnvel betra að vera laus við þær takmarkanir sem þrífótur hefur. Líklega er þó betra að hafa þrífót ef þú ert að taka á miklum aðdrætti.

Spurning #11.3
Ég notaði Canon 28-135 f/3,5-5,6 IS USM. Hefði ég átt að nota Image Stabilizer-inn?
Nei. Sumar linsur eins og 70-200mm L frá Canon bjóða upp á IS sem er sérstaklega ætlað Pan-ljósmyndun og þá er um að gera að nýta það. En nema að IS sé sérstaklega til þess ætlað þá myndi ég sleppa því að nota það þar sem að IS gerir það að verkum að stilla af myndina og leifa þér því að taka myndir á meiri hraða.