Tag Archives: Félagsfundur

Engir fundir á næstunni

Ágætu ÁLKA félagar.

Við höfum ákveðið að fella niður næstu tvo fundi vegna aðstæðna í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Aðstaðan okkar er ekki nægilega stór til að halda tveggja metra fjarlægð á milli manna ef fleiri en stjórnin mætir. Við ætlum ekki að loka stúdíóinu, en þeir sem þangað koma til að mynda eru á eigin ábyrgð og verða að fylgja öllum reglum um sóttvarnir, þrífa með spritti allt sem snert er og passa upp á gestina.

Stjórnin.

Félagsfundur 5. mars

Ágætu félagar,

fimmtudagskvöldið 5. mars kl. 20 verður kaffispjallfundur í kjallaranum í Eymundsson. Drykkir og kruðerí keypt uppi í kaffihúsinu og svo sitjum við niðri og ræðum málin.

Við ætlum meðal annars að ræða hugmyndir að fundarefnum fram til vors og allar uppástungur og óskir þar að lútandi eru vel þegnar. Sem dæmi má nefna að núna þegar veðrið er farið að vera til friðs gefast ýmsir spennandi möguleikar á æfingum í útimyndatökum (myndataka í sól/snjó, myndataka úti með flassi, næturmyndatökur með eða án norðurljósa, o.fl.) og alltaf er eftirspurn eftir leiðsögn varðandi myndvinnslu.

Sjáumst á fimmtudagskvöldið og ræðum málin. Hvetjum félagsmenn til að taka með sér áhugasama gesti!

Stjórnin.

Félagsfundur í Slippnum 19. janúar

Félagsfundur verður haldinn í Slippnum fimmtudaginn 19 jan. kl. 20:30

Vegna fjölda beiðna er komið að fundi um umgengni í Stúdíóinu.
Hverning á að bera sig að með ljósin og fleira í þeim dúr.
Nauðsynlegt fyrir þá sem ætla sig að mynda þarna.

Þórhallur rennir yfir stillingar á ljósunum og eitthvað fleira gott.